44. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 20. febrúar 2020 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Þorgrímur Sigmundsson (ÞorgS), kl. 09:10

Oddný G. Harðardóttir yfirgaf fundinn kl. 09:55.

Smári McCarthy og Bryndís Haraldsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 42. og 43. fundar voru samþykktar.

2) 243. mál - þjóðarsjóður Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gylfa Magnússon dósent í hagfræði.

3) 582. mál - neytendalán og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra.

Nefndin ákvað að flytja breytingartillögu við málið.

4) 267. mál - samkeppnisúttekt á löggjöf og regluverki Kl. 10:15
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15